Sunnudagur, 14. júní 2009
Ólafur Arnarson: Seðlabankinn brást
Tveir höfundar bóka um efnahagshrunið voru gestir Sigurjóns M.Egilssonar í þættinum Á Sprengisandi í morgun. Það voru þeir Ólafur Arnarson hagfræðingur og Guðni Th.Jóhannesson..... en komin er út bók eftir hann sem heitir " Hrunið".Sigurjón rakti úr þeim garnirnar um hrunið. Þeir voru báðir sammála um það ,að eftirlitsstofnanir hefðu brugðist,bæði Fjáramálaeftirlit og Seðlabanki.Ólafur var mjög harðorður út í Seðlbankann og sagði,að ef hann hefði beitt bindiskyldunni hefði verið unnt að koma í veg fyrir ofvöxt bankanna og Ice save.Hann gagnrýndi einnig peningastefnu Seðlabankans og sagði hana hafa mistekist.Guðni gagnrýndi einnig bankastjóra einkabankanna harðlega og taldi,að þeir ættu stóra sök á hruni bankanna.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.