Sunnudagur, 14. júní 2009
Okur í verslunum
Ég fór út í búð að kaupa hárlakk fyrir konu mína.Mér krossbrá,þegar ég sá verðið: Tæpar 1200 kr. fyrir Elnett hárlakk,200 ml. brúsa.Verðið hefur meira en tvöfaldast á einu ári.Þarna virðist einhver,heildsali eða smásali hafa smurt á verðið,.þar eð lækkun krónunnar og hækkun í innflutningi skýrir ekki alla þessa hækkun.Wella hárlakk er mikið ódýrara.
Annars er þetta ekki eina verðhækkunin.Allar innfluttar matvörur hafa stórhækkað í verði.Það hlýtur að vera þröngt í búi hjá stórum fjölskyldum í dag,þar sem mörg börn eru í heimili.Er ekki kominn tími til þess að styrkja krónuna og lyfta henni upp?
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:28 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.