Mánudagur, 15. júní 2009
Hvaðan kemur hugmynd um að skerða kjör aldraðra og öryrkja?
Heilsíðuauglýsing Öryrkjabandalags Íslands í dagblöðum um að til standi að skerða kjör aldraðra og öryrkja hefur vakið mikla athygli.Spurningin er þessi: Hvaðan kemur hygmyndiin um að skerða kjör aldraðra og öryrkja?Kemur hún frá Alþjóðagjaldeyrissjhóðnum,kemur hún frá aðilum vinnumarkaðarins eða kemur hún frá ríkisstjórninni.Fróðlegt væri að fá svar við því. Þess hefur áður orðið vart,að aðilar vinnumarkarins hafa ekki nægilegan skilning á kjörum aldraðra og öryrkja.Þeir hugsa um það eitt að halda kjörum launþega góðum og nú er t.d. rætt um hækkun launa almennra launþega en á sama tíma er rætt um að skerða kjör aldraðra og öryrkja,launalægstu hópa þjóðfélagsins. Hvernig fær það staðist.Skerðing á kjöruim aldraðra og öryrkja kemur ekki til greina. Kjör þessara hópa eru í lágmarki.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.