Mánudagur, 15. júní 2009
Við þurfum á Evu Joly að halda
Nokkrir lögfræðingar hafa gagnýnt Evu Joly harðlega og vilja,að dómsmálaráðherra losi sig við hana.Nú síðast réðist Sigurður G.Guðjónsson harðlega að henni.Ég tel,að við þurfum á Evu Joly að halda.Hún hefur mikla reynslu í rannsókn spillingarmála en íslenskir lögfræðingar hafa enga sambærilega reynslu og hún af rannsókn slíkra mála ( þar með talinn sérstakur saksóknari).Sumum finnst ef til vill,að Eva Joly taki of sterkt upp í sig,hún sé of harðorð. Það kann rétt að vera en Íslendingum finnst of hægt ganga,og tekið með vettlingatökum á spillingarmálunum.Þeir kunna þess vegna vel að meta þegar Eva Joly stígur fram og talar tæpitungulaust um málin. Að vísu verðum við að hafa í huga að enginn er sekur fyrr en sekt hans hefur verið sönnuð. Og þetta gerir Eva Joly sér auðvitað ljóst. En við skulum halda í hana og veita henni viðunandi aðstöðu.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.