Mánudagur, 15. júní 2009
Mistök að einkavæða alla ríkisbankana
Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra, segir einkavæðingu bankanna ekki hafa verið ranga ákvörðun. Hann segir stærstu mistökin hafa verið að ganga ekki fyrr inn í Evrópusambandið eins og hann hefði viljað þótt ýmislegt hafi komið í veg fyrir það.
Aðspurður hvort upphaf kreppunnar megi rekja til einkavæðingar bankanna segist Halldór ekki telja svo vera. ,,Einkavæðing bankanna byrjaði strax í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks á sínum tíma. Síðan var henni haldið áfram í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Ég held að það hafi allt verið rétt. Ég held að verstu mistökin sem við höfum gert, þegar maður lítur til baka, hafi verið að fara ekki inn í Evrópusambandið og inn í þær umræður miklu fyrr."(ruv.is)
Ég er ósammála Halldóri.Ég tel,að það hafi verið röng ákvörðun að einkavæða alla 3 ríkisbankana.Það hefði mátt einkavæða einn banka en hafa hina áfram í eigu ríkisins. Ef það hefði verið gert hefði bankakreppan ekki dunið yfir okkur Íslendinga. Ofvöxtur hefði aldrei hlaupið í ríkisbankana eins og einkabankana en auk þess voru gerð mikil mistök með því að hafa ekki dreifða eignaraðild við einkavæðinguna og bankarnir voru fengnir einkavinum stjórnarflokkanna,sem kunnu ekkert til bankareksturs. Það voru mikil mistök.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.