Leggja lífeyrissjóðir 75 milljarða í atvinnulífið

Til skoðunar er að lífeyrissjóðir landsins leggi 25 milljarða króna á ári næstu þrjú árin inn í nýtt fjárfestingafélag. Hlutverk þess yrði að fjármagna tímabundið rekstur lífvænlegra fyrirtækja.

Hluti af mögulegum stöðugleikasáttmála er stofnun Fjárfestingafélags Íslands. Lífeyrissjóðir landins myndu leggja 25 milljarða króna á ári inn í félagið næstu þrjú árin.

Í dag var enn einu sinni mikið um að vera í húsnæði Ríkissáttasemjara, þar sem vinnu við stöðugleikasáttmála var fram haldið. Aðkoma lífeyrissjóðanna er þar talsvert rædd. Og þar vantar ekki hugmyndirnar eins og fram kemur í minnisblaði hóps sem farið hefur yfir efnhags- og atvinnumál.

Í fyrsta lagi er talað um að lífeyrissjóðirnir geti komið að því að fjármagna einstakar framkvæmdir hér á landi á næstu misserum. Í öðru lagi er talað um möguleikann á að nýta fjármuni lífeyrissjóðanna til að koma í veg fyrir að erlendir fjármagnseigendur fari með peninga sína úr landi. Hluti af þeim hugmyndum er að lífeyrissjóðirnir hjálpi við að styrkja gjaldeyrisvaraforðann.

Og síðan er rætt um stofnun Fjárfestingafélags Íslands. Það félag yrði í sameign lífeyrissjóða og hlutverk þess yrði að hjálpa við endurreisn atvinnulífsins. Sjóðurinn myndi fjármagna tímabundið rekstur lífvænlegra fyrirtækja eins og það er orðað við gerð stöðugleikasáttmálans. Rætt er um að fjárfestingafélagið fengi 25 milljarða króna á ári til ráðstöfunar næstu þrjú árin og að sjóðurinn hefji starfsemi sem fyrst. Fjármálaráðherra hefur þegar viðrað þessar hugmyndir við forráðamenn lífeyrissjóðanna.

Bjorgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband