Þriðjudagur, 16. júní 2009
Þjóðverjar höfðu í hótunum við Íslendinga
Menn geta deilt um það hvort bréf þýskra stjórnvalda til skilanefndar Kaupþings sé hótunarbréf eða þrýstingur segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Í bréfinu, sem var birt í dag, kemur fram að það geti valdið gífurlegum stjórnmálalegum skaða fyrir orðstír Íslands, ekki bara í ljósi endurskoðunar Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, fái þýskir innstæðueigendur ekki greitt.
Fréttastofa Stöðvar 2 greindi frá því fyrir um tveimur vikum að þýsk stjórnvöld hefðu sent hótunarbréf til skilanefndar Kaupþings eftir að ljóst var að breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki kæmu í veg fyrir að hægt væri að greiða þýskum sparifjáreigendum innstæður sínar á Edge reikningum. Í kjölfarið óskaði viðskiptanefnd Alþingis eftir því að sjá bréfið en það var birt á fundi nefndarinnar í dag.
Í bréfinu, sem er sent frá þýska fjármálaráðuneytinu,stendur: Það myndi valda gífurlegum stjórnmálalegum skaða fyrir orðstír Íslands sem ábyrgur og trúverðugur samstarfsaðili ef þetta bærist út, ekki bara í ljósi yfirstandandi endurskoðunar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Við viljum ekki að svo fari en við þurfum trausta skuldbindingu frá félögum okkar á Íslandi."
Í samtali við fréttastofu í dag sagði Gylfi Magnússon að bréfið endurspegli bara að Þjóðverjar hefðu haft áhyggjur af stöðu mála og öllum hafi verið gerð grein fyrir þeim.(visir.is)
Mér virðist bréf Þjóðverja hreint hótunarbréf. Og nú alveg ljóst,að ekki aðeins Bretar höfðu í hótunum við Íslendinga heldur einnig IMF og Þjóðverjar.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Gylfi Magnússon hélt því fram, að þetta hefði ekki verið neitt hótunarbréf!
Mig grunaði alltaf, að hann færi þar með rangt mál, enda birti hann ekki bréfið, þótt það hefði átt að sanna hans mál, hefði hann haft á réttu að standa.
Nú er bréfið sem betur fer komið í ljós, og hvað lízt lesendunum: hefur fjölgað í röðum ósannindamanna í ríkisstjórninni?
Jón Valur Jensson, 16.6.2009 kl. 00:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.