Þriðjudagur, 16. júní 2009
50 milljarða lán hjá Kaupþingi til hlutabréfakaupa algert hneyksli!
Stjórnendur og hluthafar Kaupþings létu greipar sópa um fjárhirslur bankans og tóku 50 milljarða að láni til hlutabréfakaupa.Þeir létu persónulegar tryggingar á móti lánunum.Rétt fyrir bankahrunið ákvað stjórn Kaupþings (bankastjórn) að fella persónulegu ábyrgðirnar niður.Sú ákvörðun sætti gífurlegri gagnrýni og þótti siðlaus með öllu. Lántakendur og hlutabréfakaupendur ákváðu þá að persónulegu ábyrgðirnar skyldu standa.En nú segir stjórn Kaupþings,að ekki sé unnt að breyta fyrri ákvörðun og persónulegu ábyrgðirnar séu því fallnar úr gildi. Þetta er algert rugl.Maður skyldi ætla,að lántakendur sjálfir réðu því hvort þeir væru með persónulegar ábyrgðir fyrir lánunum eða ekki.En í öllu falli hlýtur gerð fyrri stjórnar Kaupþings að vera ólögmæt með öllu.Með því að fella niður persónulegu ábyrgðirnar var verið að skaða bankann um 50 milljarða.En því virðast engin takmörk sett hvað stjórnendur gömlu bankanna gátu leyft sér,tekið sjálfir ofurlaun,lánað vinum og vandamönnum,tugi milljarða með litlum eða engum tryggingum og skuldsett bankana erlendis svo mjög,að þeir fóru í þrot.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.