Brown: Farið hefur fé betra

Gordon Brown,forsætisráðherra Breta er með allt niðrum sig.Hann sótti það fast að taka við leiðtogasæti breska Verkamannaflokksins af Tony Blair og hafði sitt fram en síðan hefur leiðin hjá Verkamannaflokknum legið niður á við.Fylgi Verkamannaflokksins hefur stöðugt dregist saman undir stjórn Brown.Blair gerði mikil mistök með því að styðja ´´Iraksstríðið en í innanlandsmálum stóð hann sig vel. Og hann hafði mikinn kjörþokka en  sá þokki finnst ekki hjá Brown.

Ég tel,að best væri fyrir Brown að segja af sér og rýma fyrir nýjum leiðtoga,sem gæti rétt Verkamannaflokkinn við.Brown kom svínslega fram við Íslendinga,setti hryðjuverkalög á þá og skaðaði íslensku bankana  mikið,einkum Kaupþing.Við eigum alveg eftir að fá bætur fyrir þann skaða sem Brown olli Íslendingum.Ekki kemur til greina að láta það mál niður falla,hvað sem líður Icesave samkomulaginu.Við eigum rétt á miklum skaðabótum og við eigum að sækja þær.

Brown hefur með atferli sínu spillt samstarfi Íslands og Bretlands um langa framtíð. Það tekur langan tíma að gróa milli landanna ef það gerir það nokkurn tímann.Brown á hér alla sök á. Þess vegna segi ég: Farið hefur fé batra.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband