Þriðjudagur, 16. júní 2009
Lélegur árangur samninganefndar um Ice save
Árangur samninganefndar um Ice save er mjög lélegur.Samninganefndin var undir forystu Svavars Gestssonar sendirherra.Hann hefur enga sérþekkingu á fjármálum eða lögfræði og var þvi alls ekki hæfur til þess að leiða svo mikilvæga samninganefnd um alþjóðaviðskipti sem þessa. Er það furðulegt,að fjármálaráðherra skyldi skipa Svavar formann nefndarinnar. Hann hefði getað verið í nefndinni en alls ekki sem formaður.
Samið var um að Ísland ætti að greiða svo háar upphæðir til Breta og Hollendinga vegna Ice save,að litlar sem engar líkur eru á Ísland geti greitt þær.Það hefði verið lágmark,að lánið hefði verið vaxtalaust.Eg skal rökstyðja hvers vegna Ísland hefði getað farið fram á það: Það er ekkert í tilskipun ESB,sem segir,að ríki eigi að greiða spariinnlán, ef tryggingasjóður innistæðna getur ekki greitt. Með hliðsjón af því bar íslenska ríkinu engin skylda til þess að greiða Ice save reikningana.Ísland átti því aðeins að ljá máls á greiðslu eða ábyrgð, að samningur væri mjög hagstæður.t.d vaxtalaus. Einnig hefði átt af sömu ástæðu að setja í samninginn,að greiðslur mættu ekki vera meiri en t.d. 1% af landsframleiðslu á ári. Önnur ástæða fyrir því,að Island hefði átt að fá sérstaklega hagstæðan samning er sú,að Bretar stórsköðuðu ´´Island með setningu hryðjuverkalaga á landið. Sú gerð olli Íslandi ´ómældum skaða.
Í þessu máli hafði Ísland lögin ( reglurnar) sín megin.Það skiptir engu máli þó mörg ESB ríki hafi sagt,að íslenska ríkið ætti að borga. Þessi ríki áttu þá að finna því stað í tilskipun ESB,að kveðið væri á um ábyrgð ríkja.Þau ákvæði finnast ekki.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Kæri Björgvin. við, gamlir miðjumenn, munum fífil okkar fegri, er tveir heiðursmenn réðu ríkjum hér á landi. Sú ágæta stjórn var kennd við Viðey og átti farsælan feril.
Mér finnst grein þín góð; orð í tíma töluð. Ég er reyndar hissa á Svavari Gestssyni að taka að sér formennsku í ICESAVE-mefndinn. Hann, sem gamall stjórmálarefur, hefði átt að kunna sér hóf. en sú dyggð hefur oft þvælst fyrir bolsum.
Ég vil fyrir mitt leyti, að við greiðum Bretum þetta fé, en einmitt samkvæmt þeim skilyrðum, sem fram koma í gein þinni. Bretar eru fyrir löngu orðnir fátæk þjóð. Staða þeirra sem heimsveldi var öll þegar eftir Heimstyrjöldina Fyrri, en það hefur reynst þeim sem öðrum nýlenduveldum sögunnar dýrt að meta stöðu sína rétt. Nýfrjálshyggjustefna frú Margrétar Tatcher var kannski dropinn, sem fyllti bikarinn ?
Með góðri kveðju,KPG.
Kristján P. Gudmundsson, 16.6.2009 kl. 14:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.