Fimmtudagur, 18. júní 2009
Víkingasafnið í Reykjanesbæ opnað
Víkingaheimar í Reykjanesbæ voru formlega opnaðir í dag. Til þeirra
teljast sýningarskáli Íslendings sem Guðmundur Jónsson arkitekt
hannaði og sýningin Víkingar Norður-Atlantshafsins sem sett er upp í
samvinnu við Smithsonian-stofnunina í Bandaríkjunum.
Meðal sýningargripa eru vopn víkinga sem grafin voru upp í Svíþjóð og
eru talin vera frá því í kringum árið 800. Vopnin eru fengin að láni
frá Þjóðminjasafni Svíþjóðar. Einnig eru í sýningunni aðrir
munir, svo sem grafsteinar frá svipuðum tíma og koma
munirnir víða að m.a. frá Skandinavíu löndunum, Englandi, Færeyjum (mbl.is)
Mér gafst þess nýlega kostur að skoða Víkingaheima og varð mjög hrifinn af því.Víkingaskipið Íslendingur,sem þar er til sýnis er mjög glæsilegt og ekki spillti,að sá,sem smíðaði skipið og sigldi því til Vesturheims var á staðnum og útskýrði smíðina og siglinguna vestur. Ég hefi trú á því að Víkingaheimar muni draga marga ferðamenn að .
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.