Slakar ESB á kröfunum við Íra?

Leiðtogar Evrópusambandsríkja hittast á fundi í Brussel í dag og ræða framtíð Lissabonsáttmálans sem felldur var í þjóðaratkvæðagreiðslu á Írlandi.

Stjórnvöld þar vilja breyta sáttmálanum áður en hann verður lagður aftur í dóm írsku þjóðarinnar. Á fundinum þurfa leiðtogarnir að ákveða hvort komið verði til móts við kröfur Íra um að landið haldi hernaðarlegu hlutleysi, ráði eigin skattamálum og geti áfram bannað fóstureyðingar. Þá verður framkvæmdastjórum sambandsins ekki fækkað úr 27 í 18 líkt og áformað var. Stjórnmálaskýrendur segja að leiðtogunum liggi á að þoka málinu áfram. Sáttmálinn yrði í hættu kæmust íhaldsmenn til valda í Bretlandi.

Einnig er búist við að nýtt regluverk um fjármálastafsemi verði ofarlega á baugi á fundi leiðtoganna. Rætt er um að setja á laggirnar sérstaka nefnd sem meti hugsanlegar ógnir við fjármálastöðugleika innan Evrópusambandsins. Bretland og önnur ríki, sem ekki hafa tekið upp evruna, hafa áhyggjur af því að slík nefnd myndi einungis taka mið af því sem gerist á evrusvæðinu. Þá eru menn ekki á eitt sáttir um hversu miklu fjárhaldsmenn með einstökum fjármálafyrirtækjum ættu að að ráða um hversu miklu björgunarfé sé varið til þeirra. Hvort slíkt fyrirkomulag myndi troða stjórnvöldum einstakra ríkja um tær.(ruv.is)

Fróðlegt verður að sjá hvernig "deilu" ESB og Íra reiðir af. Trúlegt er ,að Írland fái að halda hlutleysi í varnarmálum en meiri spurning er hvort Írland fái að halda sjálfstæði í skattmálum.Og fóstureyðingarmálið getur orðið erfitt mál.

 

Björgvin Guðmundsson 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband