Föstudagur, 19. júní 2009
Ríkisstjórnin gerir atlögu að kjörum aldraðra og öryrkja
Ríkisstjórnin lagði í gærkveldi fram frumvarp um skerðingu á lífeyri aldraðra og öryrkja.Samkvæmt því á að skerða tekjutryggingu,auka á ný skerðingu tryggingabóta vegna atvinnutekna og taka upp skerðingu grunnlífeyris vegna tekna úr lífeyrissjóði.Ríkisstjórnin hafði lofað því að standa vörð um velferðarkerfið en samkvæmt þessu frumvarpi stendur hún ekki við það.Að vísu lækkar ekki lífeyrir þeirra lífeyrisþega,sem hafa eing0ngu tekjur frá almannatryggingum en það er mjög lítill hópur.
Ríkisstjórnin telur sjálfsagt,að allir verði að taka á sig byrðar vegna kreppunnar.En hún gleymir því,að eldri borgarar og 0ryrkjar eru búnir að taka á sig byrðar. Kjör 3/4 lífeyrisþega voru skert sl. áramót.Auk þess töpuðu eldri borgarar mjög miklu á hruni bankanna.
Það skýtur skökku við,að á sama tíma og rætt er um a´hækka laun launþega á almennum vinnumarkaði er verið að lækka laun aldraðra og öryrkja.Þarf alltaf að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur?
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:59 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.