Föstudagur, 19. júní 2009
Biskup harmar sársauka konunnar!
Sigrún átti fund međ Kirkjuráđi í dag, ásamt fjölskyldu sinni, til ađ greina frá sárri reynslu sinni sem hún varđ fyrir af hálfu sr. Ólafs Skúlasonar er hún leitađi til hans sem sóknarprests.
Kirkjuráđ hefur beđist afsökunar og biskup, og ţetta er góđur liđur í ţví ađ ég nái sáttum, ekki síst viđ Ţjóđkirkjuna, segir Sigrún Pálína.
Sigrún Pálína vonast nú til ađ hafa rutt veginn fyrir ađrar konur sem eru enn í sárum. Spurningin er hvađ kirkjan geri í málum hinna kvennanna sem urđu fyrir sömu reynslu.
Ţetta hefur legiđ ţungt á mér síđan, enda kom fram alls konar óhróđur um mig sem ég sá međal annars ef ég gúglađi nafniđ mitt. Sigrún kveđst einnig hafa veriđ hćdd og lygar bornar á hana í bók séra Ólafs sem síđar kom út.
Ekki var gefin út ákćra ţegar Sigrún steig fram áriđ 1996. Skilabođin sem hún fékk hafi veriđ ţau ađ ekki borgađi sig ađ stíga fram eđa segja frá hlutunum.
Sigrún flúđi land vegna málsins fyrir ţrettán árum, og hefur búiđ í Danmörku síđan. Henni finnst mikilvćgt ađ hafa nú fengiđ uppreisn ćru, ađ fólk hér á landi viti ađ hún hafi sagt satt.
Ég finn nú fyrir breyttu viđhorfi hjá kirkjunni og mér er trúađ. Fyrir ţessum ţrettán árum ţótti óhugsandi ađ sitjandi biskup vćri kynferđisafbrotamađur en nú hafa ýmis gögn komiđ fram í málinu.
Femínistafélagiđ heiđrađi Sigrúnu í dag, á kvennadaginn, ásamt tveimur öđrum konum fyrir hugrekki og stađfestu.
Ég stóđ ţarna viđ hliđina á ráđherrunum, segir hún og hlćr. Ţetta var mikill heiđur.(vísir.is)
Biskup harmađi sársauka konunnar en sagđi,ađ ekki hefđi veriđ gefin út ákćra í umrćddu máli og sá,sem konan ásakađi,er látinn. Kirkuráđ veitti konunni áheyrn í dag.Ekki bađst kirkjuráđ afsökunar í dag og ekki heldur biskup en tekiđ var undir almenn ummćli biskups á kirkjuţingi ţess efnis,ađ kirkjan bćđi alla afsökunar sem teldu sig hafa veriđ órétti beitta af starfsmönnum kirkunnar.
Björgvin Guđmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.