Almannatryggingar skornar niður um 3,1 milljarð í ár

Skera á almannatryggingar niður um 3,1 milljarð  á yfirstandandi ári,þar af elli-og örorkulífeyri um 1,8 milljarð. Vegaframkvæmdir á að skera niður um 3,5 milljarða  en niðurskurður annarra ráðuneyta í ár er lítill sem enginn. Síðan á að skera niður hjá öllum ráðuneytum næsta ár.

Hvers vegna er fyrst ráðist á almannatryggingarnar?Hvers vegna er ráðist að kjörum aldraðra og öryrkja?Var ekki búið að lofa því að stjórnin ætlaði að standa vörð um velferðarkerfið? Skipta loforð stjórnmálamanna engu máli? Ég er öskureiður yfir þessari framkomu ríkisstjórnar félagshyggjuaflanna við aldraða og öryrkja og við almannatryggingarnar yfirleitt.Ég krefst þess,að þetta verði leiðrétt.Ég krefst þess,að kjaraskerðing aldraðra og öryrkja verði dregin til baka.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband