400 mótmæltu Ice save á Austurvelli

Um 400 manns mótmæltu Icesavesamningnum á Austurvelli í dag. Öryrki sem segist ekki hafa efni á því að kaupa sér mat efnir til áframhaldandi mótmæla næstu daga.

Samtökin Raddir fólksins undir yfirskriftinni Breiðfylking gegn ástandinu stóðu fyrir mótmælunum. Sinnuleysi stjórnvalda í málefnum heimila og fyrirtækja var mótmælt auk þess sem þess var krafist að Icesave samningurinn verði stöðvaður og að dómskerfið taki á hvítflibbaglæpamönnum.

Formaður aðgerðarhóps öryrkja boðar til áframhaldandi mótmæla.

Nokkrir mótmælenda kveiktu í flugeldatertu, með tilheyrandi sprengingum, en mótmælin voru að öðru leyti friðsamlega.

Annar mótmælafundur hefur verið boðaður á laugardaginn eftir viku þó að svo geti farið að blásið verði til fundar í miðri næstu viku.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband