Sunnudagur, 21. júní 2009
Á að fórna kjörum aldraðra og öryrkja fyrir frið á vinnumarkaði?
Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins hafa lagt á það þunga áherslu,að ríkisstjórnin yrði að koma með róttækar niðurskurðartillögur í ríkisfjármálum fyrir næstu mánaðamót svo Seðlabankinn gæti lækkað stýrivexti myndarlega en Samtök atvinnulífsins hafa sagt,að lækkun stýrivaxta væri forsenda fyrir kauphækkun launþega. Ef þessi vaxtalæk kun yrði ekki framkvæmd yrði engin kauphækkun 1.júlí og sennilega kjarasamningum sagt upp.Það hefur verið eitthvað djúpt á því að hin ýmsu ráðuneyti kæmu með róttækar niðurskurðartillögur fyrir yfirstandandi ár..En ein tillaga kom fyrst fram: Tillaga félags-og tryggingamálaráðuneytis um verulega lækkun á lífeyri aldraðra og öryrkja.Síðar kom svo einhver niðurskurðarlækkun frá samgönguráðuneytinu en önnur ráðuneyti hafa ekki komið með lækkunartillögur fyrir yfirstandandi ár. Málið stendur því þannig,að kjaraskerðing aldraðra og öryrkja ásamt lækkun vegaframkvæmda er lykillinn að kauphækkun launþ.ega á almennum vinnumarkaði.Á að fórna kjörum aldraðra og öryrkja fyrir frið á vinnumarkaði? Í góðærinu var sagt,að aldraðir og örykjar ættu að fá ´sambærilega hækkun og launþegar á almennum vinnumarkaði. Það var svikið.En nú á að skerða kjör öryrkja og aldraðra svo launbþegar geti fengið kauphækkun eða a.m.k haldið óbreyttum kjörum. Hvað er hér að gerast í skjóli félagshyggjustjórnar? Þetta kemur að sjálfsgögðu ekki til greina. Það verður að draga til baka frumvcarp um kjaraskerðingu aldraðra og öryrkja. Þeir geta ekkert látið af hendi.Aðilar á vinnumarkaði verða að finna aðra leið til þess að leysa sín mál.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.