Sunnudagur, 21. júní 2009
Það á að leggja ráðherrabílunum
Ríkisstjórnin leggur áherslu á, að ástandið í ríkisfjármálum sé slæmt.Það verði að skera mikið niður.Það er rétt. Og nú hefur ríkisstjórnin lagt fram tillögur um að skera verulega niður laun aldraðra og öryrkja! En áður en það verður samþykkt þarf margt annað að koma til: Ráðherrarnir verða að leggja ráðherrabílunum.Þeir geta keyrt á eigin bílum eins og annað fólk. Það þarf einnig að lækka laun þeirra verulega. Og það þarf að lækka laun allra ríkisstarfsmanna og bankamanna,ekki niður í laun forsætisráðherra,heldur niður í 4-500 þús. á mánuði. það þarf strax á þessu ári að skera niður í mennta-´
malaráðuneyti og heilbrigðisráðuneyti og í öllum ´ráðuneytum öðrum en félags-og tryggingamálaráðuneyti.Því var lofað að velferðarkerfinu yrði hlíft. En þegar búið er að gera allt þetta,sem ég hefi talið upp, má athuga hvort gamla fólkið og öryrkjarnir eiga að leggja í púkkið. Fyrr ekki.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:34 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.