Viðræður aðila vinnumarkaðar halda áfram í dag

Viðræður fulltrúa vinnumarkaðarins með fulltrúum ríkisstjórnarinnar halda áfram í dag. Formenn landssambanda innan Alþýðusambandsins hittast á fundi klukkan fjögur í dag. Að óbreyttu bendir allt til þess að kjarasamningar verði lausir 1. júlí, því Samtök atvinnulífsins telja sig ekki hafa bolmagn til þess að standa við samningsbundnar launahækkanir.

Á fundi fulltrúa SA og Alþýðusambandsins með forsætis- og fjármálaráðherra í gær var farið yfir málið og athugað hvort einhverjar leiðir væru færar svo komast megi hjá því að samningar losni. Meiriháttar stýrivaxtalækkun er helsta ósk Samtaka atvinnulífsins en ekki kemur í ljós fyrr en 2. júlí á vaxtaákvörðunardegi Seðlabankans hvort þeim verður að ósk sinni.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband