Laun hækka 1.júlí og aftur 1.nóvember

Laun munu hækka um næstu mánaðamót og um sömu upphæð í nóvember samkvæmt samkomulagi sem samningamenn vinnumarkaðarins gerðu í gær og kynntu ríkisstjórn í gærkvöld. Enn er þó ekki víst að stöðugleikasáttmála verði lokið í dag.

Samkomulag hefur náðst milli forsvarsmanna ASÍ og Samtaka atvinnulífsins um að skipta upp  launahækkun 1.júlí þannig:  Helmingur upphæðarinnar um næstu mánaðamót og hinn helmingurinn komi til hækkunar í nóvember.

Þetta er liður í gerð stöðugleikasáttmálans í efnahagsmálum sem unnið hefur verið að. Samkomulagið var kynnt ráðherrum ríkisstjórnarinnar seint í gærkvöld með þeim fyrirvara að tillagan verði samþykkt innan ASÍ og SA. Ekki tókst þó að klára stöðugleikasáttmálann í heild sinni. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, býst við því að samkomulagið verði samþykkt innan samtaka vinnumarkaðarins.

„Við erum að koma með mjög viðamikla áætlun um að lækka hallarekstur ríkissjóðs sem að hjálpar til að lækka vexti," sagði Vilhjálmur sem áður hefur sagt að forsenda þess að hækka laun sé að vextir lækki. „Við vonumst líka til þess að farið verði í að fá eigendur að bankakerfinu sem hafi burði í að lána peninga, það gæfi líka færi á því að lækka vexti og hækka gengi krónunnar." Vilhjálmur segir ennfremur að miðað við þær forsendur sem SA gefi sér ættu vextir að verða komnir í eins stafs tölu ekki síðan en í haust. (visir.is)

Það er jákvætt,að aðilar vinnumarkaðar skuli hafa náð samkomulagi um kauphækkunina,sem átti að koma til framkvæmda 1.júlí. Samkomulag er um að skipta 7 þús. kr. launahækkun í tvennt: 3400 koma til framkvæmda 1.júlí´og afgangurinn 1.nóvember.Eftir þetta samkomulag getur ríkisstjórnin ekki lækkað laun aldraðra og öryrkja 1.júlí. Það verður að endurskoða.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband