Þriðjudagur, 23. júní 2009
Vissulega er dómstólaleiðin fær
Tveir virtir lögfræðingar hafa tjáð sig á Útvarpi Sögu um Icesave málið, þeir Stefán Már Stefánsson prófessor og Magnús Thoroddsen,fyrrverandi hæstaréttardómari. Báðir telja þeir,að leggja hefði átt Ice Save málið fyrir dómstóla.Stefán Már segir,að ekkert í íslenskum lögum eða tilskipun ESB segi,að ríki beri ábyrgð ef innlánstryggingasjóður geti ekki greitt. Stefán Már segir,að ef Ísland hefði ekki staðið að framkvæmd tilskipunar ESB á réttan hátt hefði íslenska ríkið verið bótaskylt. En Ísland innleiddi tilskipunina á réttan hátt og því er ekkert upp á íslenska ríkið að klaga.Tryggingasjóður innlána á að borga samkvæmt tilskipun ESB en ekki íslenska ríkið.Lögfræðingarnir segja,að ef ekki var unnt að koma sér saman um dómstól hefðu Bretar og Hollendingar orðið að sækja málið fyrir dómstólum,ef þeir vildu ekki una því að tryggingasjóður innlána einn greiddi Ice save. Þessir aðilar þurftu að sækja "rétt" sinn fyrir dómstólum,ef þeir töldu íslenska ríkið eiga að borga.
Þrýstingur einstakra landa innan ESB á Íslendinga hefur ekkert með lögfræði að gera.Þar er um það að ræða,að stórveldi eru að kúga smáríki.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Alveg laukrétt Björgvin.
En því miður eru annarlegir hagsmunir í þessu máli og þeir eru þeir að það má ekki styggja ESB eða gera neitt það sem getur lagt stein í götu þess að Ísland geti brunað í hraðlest inn í ESB.
Reyndar grunar mig að ljót vélabrögð séu nú þegar ákveðin af Brussel valdinu og þeirra legátum hér innanlands sem nú véla um sjálfstæði og framtíð þjóðarinnar með hagsmuni ESB að leiðarljósi.
Þessi lymskulegu vélabrögð eru þau að það er þegar ákveðið að ICESLAVE samningarnir verði teknir upp í ESB aðildarviðræðunum og af þeim verði þá gefnir talsverðir afslættir svona til þess að liðka fyrir því að hægt verði að selja landið endanlega undir yfirráð ESB VALDSINS.
Þetta væri "TÆR SNILLD" eins og upphafsmaður ICESAVE samningana sagði eitt sinn um þá.
Hvað voru silfurpeningarnir aftur margir sem Júdas fékk fyrir að svíkja Jesú Krist ?
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 10:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.