Kaupmáttur hefur minnkað um 6,8% sl. 12 mánuði- neysluvísitala hækkað um 11,6%

Launavísitala í maí, sem Hagstofan reiknar út, hækkaði um um 0,2% frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 4,1% en vísitala neysluverðs um 11,6%.

Vísitala kaupmáttar launa í maí lækkaði um 1,0% frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa lækkað um 6,8%.(visir.is)

Svo virðist sem ASÍ sé búið að tryggja sér nokkra hækkun til þess að vega upp á móti minnkandi kaupmætti.Kaup hækkar um 7 þús. kr. í tvennu lagi 1.júlí og 1.nóvember.Aldraðir og öryrkjar verða hins vegar að bera minnkandi kaupmátt bótalaust og meira en það.Það á að lækka laun aldraðra og öryrkja um leið og verkafólk og launþegar almenn fá kauphækkun. 

Björgvin Guðmundsson

 

Fara til baka 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband