Laun verkafólks hækka 1.júlí en lækka hjá öldruðum á sama tíma!

Á hvaða vegferð er ríkisstjórnin? Hún hefur lagt fram frumvarp um  lækkun launa aldraðra og öryrkja 1.júlí n.k. En á sama tíma eiga laun verkafólks og launþega almennt að hækka samkvæmt samkomulagi sem ASÍ og SA gerðu í gærkveldi.Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á sömu hækkun á lífeyri sínum og launþegar almennt fá á launum..Ríkisstjórnin verður því að draga til baka launalækkun lífeyrisþega og hækka laun þeirra 1.júlíí n.k. í samræmi við launahækkun verkafólks.Allt annað eru svik á kosningaloforðum stjórnarflokkanna.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband