Þriðjudagur, 23. júní 2009
Eva Joly segir botninum ekki náð í efnahagskreppu heimsins
Eva Joly hefur í mörg horn að líta þessa dagana og í gær bætti hún enn einu verkefni á sig þegar hún fékk stöðu við háskólann í Tromsø í Norður Noregi. Sjálf segist hún vera undir það búin að kenna og hélt opinn fyrirlestur um kreppuna, spillingu og skattaparadísir.
Á heimasíðu háskólans segir að fyrirlesturinn hafi verið svo fjölsóttur að flytja þurfti hann í stærri sal. Fáir einstaklingar hafa rænt til sín miklum fjármunum með því að halda því fram að þjónusta þeirra sé algerlega nauðsynleg," sagði Joly í fyrirlestrinum og beindi þar spjótunum að bankastjórum í stórum bönkum sem hafa kollkeyrt hagkerfið en sleppa svo sjálfir á háum eftirlaunum og bónusgreiðslum.
Þegar Bandaríkin hnerra fær restin af heiminum kvef," sagði Joly og benti á að Bandaríkin hefðu 25% af brúttó þjóðarframleiðslu heimsins og að 72% af þjóðarframleiðslu Bandaríkjanna væri byggð á neyslu, neyslu sem minnkaði í takt við þau 1,1 milljón störf sem nú hyrfu í því landi í hverjum mánuði.
Verðbréfamarkaðirnir hafa rústað um helming af þjóðarframleiðslu þessa heims síðan í júlí 2007. Þessi varfærna bjartsýni sem við verðum vör við núna er eitthvað sem við sáum einnig á fjórða áratugnum þegar menn sannfærðu sjálfa sig um að allt myndi lagast. Ég er hins vegar viss um að botninum sé ekki náð," sagði Eva Joly.(mbl.is)
Vonandi mun Eva Joly veita okkur nægilega góð ráð til þess að við getum náð þeim fjármunum,sem komið hefur verið undan í skattaskjólum.Það var fengur að því að fá hana til starfa hér.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.