Miðvikudagur, 24. júní 2009
Kennarasambandið sleit ekki viðræðum um stöðugleika
Ég hlustaði á það í bílnum fyrir utan stjórnarráðið að það væri búið að slíta viðræðunum og svo var viðtal við þá," sagði Eiríkur. Vegna þess að við vorum ekki sammála þeim um eitt atriði þá ákváðu þeir að við værum búnir að slíta. Ég hélt alltaf að við stæðum í samningaviðræðum við ríkisstjórnina og sveitafélögin fyrst og fremst en ekki Alþýðusambandið," sagði Eiríkur.
Eiríkur sagði að á fundinum í forsætisráðuneytinu sem hófst klukkan sjö í kvöld hefði forsætisráðherra lagt fram skjal sem eitthvað væri búið að fikta í" og taldi hann að það gæti orðið grunnur að sátt í þessu máli.
Nú standa málin þannig að við erum búin að boða stjórnarfund í fyrramálið, BHM er búið að boða miðstjórn til fundar í fyrramálið og BSRB er búið að boða fund í fyrramálið í sínu baklandi þar sem við munum kynna þetta plagg sem forsætisráðherra lagði fram og við munum síðan taka afstöðu til þess. Þannig að það verður náttúrulega ekkert undirritað nema um það verði sátt."sagði Eiríkur að lokum.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.