Fimmtudagur, 25. júní 2009
Hvað varð um SAMRÁÐ ríkisstjórnarinnar við hagsmunasamtök almennings?
Sagt er,að búsáhaldabyltingin hafi átt einhvern þátt í því að koma ríkisstjórninni til valda. Í öllu falli átti sú bylkting stóran þátt í þingkosningunum 25.apríl sl. Talsmenn núverandi ríkisstjórnar létu mörg orð falla um það,að þeir vildu taka upp ný vinnubrögð,auka lýðræði og gegnsæi og hafa samráð við hagsmunasamtök almennings um mikilvæg mál. Nú fæst prófsteinn á raunverulegan vilja ríkisstjórnarinnar í þessu efni.Niðurskurðartillögur ríkisstjórnarinnar kalla á samráð við hagsmunasamtök almennings.Ríkisstjórnin hefur m.a. lagt fram tillögur um niðurð almannatrygginga þó lofað væri að standa vörð um velferðarkerfið.Ríkisstjórnin leggur til,að lífeyrir eldri borgara og öryrkja verði skorinn niður.Og hvernig er samráði háttað? Jú félags-og tryggingamálaráðherra hefur sýnt Landsambandi eldri borgara og Öryrkjabandalagi Íslands tillögurnar um niðurskurð bóta aldraða og öryrkja.Bæði þessi samtök hafa lagst alfarið gegni tillögunum og óskað eftir að þær verði dregnar til baka.En ekki er farið eftir því.Er samráðið ef til vill aðeins tiil málamynda? Hefur þá ekkert breyst. Er þetta alveg eins og áður og samráð til málamynda.Stjórnmálamenn ryðjast áfram með tillögur sínar og taka ekkert tillit til almennings eða hagsmunasamtaka.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.