Eiga aldraðir og öryrkjar að draga vagninn?

Þeir,sem komnir eru á ellilífeyrisaldur hafa átt stóran þátt í að byggja upp það þjóðfélag,sem við búum við í dag,m.a. velferðarkerfið. Þessu gleyma þeir,sem yngri eru oft. Þeir virðast telja,að íslenskt þjóðfélag hafi dottið af himnum ofan fullskapað.

Það eru slæmar þakkir,sem eldri borgarar fá í dag,þegar ríkisstjórnin ræðst á  velferðarkerfið og ætlar að skera niður lífeyri eldri borgara   og öryrkja strax 1.júlí.Eldri  borgarar og öryrkjar eiga að draga niðurskurðarvagninn fyrir ríkisstjórnina,þar eð engar aðrar niðurskuröartillögur taka gildi strax 1.julí.Það er að vísu sagt,að skera eigi niður í vegagerð  á þessu ári en ekki hefur neitt verið ákveðið hvernig sá niðurskurður kemur niður og í athugun er að fá lán úr lífeyrissjóðunum til þess að komast hjá niðurskurði en einnig er rætt um einkaframkvæmd.Það eina sem er fast í hendi í niðurskurði á yfirstandandi ári   er velferðarkerfið-,þ.e. bætur aldraða og öryrkja.Þær eiga að lækka  en önnur ráðuneyti ætla ekkert að skera niður fyrr en næsta ár.Hvers vegna  félags-og tryggingamálaráðuneytið gengur fram fyrir skjöldu er alger ráðgáta.Það ráðuneyti lætur a.m.k ekki mótmæli hagmsmunasamtaka aldraðra og öryrkja trufla sig.Samráðið var aðeins til málamynda.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

það þarf að stækka húsnæði fjölskylduhjálparinnar og auka hjálp til hennar.

Nóg er af tómu húsnæði. Ég skora á þá sem eiga tómt húsnæði og ná hvorki að selja eða leigja það að leyfa fjölskylduhjálpinni að nota það.

Gamalt og sjúkt fólk þarf að standa úti í hvernig veðrum sem er í marga klukkutíma til að fá að borða. Mætti það þá kanski ekki hafa húsaskjól og sæti meðan það bíður? Væri það ekki lágmarkið?

Fólk ætti að prófa að standa í röð einn miðvikudagseftirmiddag í háfaðaroki og rigningu og prófa hvernig kjörin eru áður en farið er að kvarta yfir að fá ekki að fara í óskaskólann sinn.

Unga fólkið hefur verið svikið um fræðslu á þessu í öllu skólavafstrinu.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.6.2009 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband