Fimmtudagur, 25. júní 2009
Verður stöðugleikasáttmáli undirritaður í dag?
Fundir standa enn yfir hjá samtökum opinberra starfsmanna um þá niðurstöðu, sem fékkst í gærkvöldi í viðræðum um stöðugleikasáttmála. Gert er ráð fyrir að skrifað verði undir sáttmálann klukkan 13 ef ekkert kemur óvænt kemur upp á.
Samkvæmt upplýsingum stendur ekkert í vegi fyrir því, að Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins undirriti samkomulag um framlengingu kjarasamninganna og stöðugleikasáttmála við ríkisvaldið.
Ekki liggur fyrir enn hvar undirritunin fer fram en fastlega er búist við að það verði í húsakynnum ríkissáttasemjara.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.