Ítrekað níðst á eldri borgurum og öryrkjum

Samkvæmt kjarasamningum ASÍ og atvinnurkenda í febrúar 2008 hækkuðu lægstu laun um 16% eða um 18000 á mánuði.Ríkisstjórnin,sem þá sat,skammtaði hins vegar eldri borgurum aðeins tæplega helmingi þessarar hækkunar eða 7,4% hækkun.Þessu var harðlega mótmælt, þar eð búið var að marglofa því,að lífeyrir aldraðra ætti að hækka í samræmi við hækkun lágmarkslauna.Vegna þessa þá  nam lífeyrir aldraðra aðeins 93,74% af lágmarkslaunum  fyrstu 8 mánuði ársins eða til 1.september,er lágmarksframfærsluviðmið var ákveðið.

Umsamdri launahækkun ASÍ,sem koma átti til framkvæmda  um sl. áramót, var frestað til 1.júlí.En 1.júlí og l.nóvember munu laun á almennum markaði hækka um 13500 kr. samanlagt Aftur eru eldri borgarar hlunnfarnir.Þeir fá enga launahækkun eins og launþegar  1.júlí og nú er bætt um betur og laun ( lífeyrir) eldri borgara  lækkuð.Er unnt að réttlæta  þessa framkomu við eldri borgara? Ég segi nei. Það er ítrekað hoggið í sama knérunn. Um áramót var umsamin verðlagsuppbót einnig  skert hjá 30 þús lífeyrisþegum.Þeir fengu aðeins 9,6% verðlagsuppbót,þegar verðbólga var  20%. 1/4 hluti lífeyrisþega fékk 20% hækkun.

 

Björgvin Guðmundsson 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þór Ludwig Stiefel TORA

Ég sé að þú hefur haft starfsferil í "kerfinu". Vandamál eldri borgara, í þessu samhengi er, að gera ekkert þegar þeir eru í aðstöðu til en kvarta svo og kveina þegar að þeim kemur að fara á ellilaun. Þetta var örugglega jafnslæmt hér áður. Hafandi sagt þetta þá vil ég taka það fram að ég er sammála þér Björgvin, mér þykir niðurlægjandi og skammarlegt hvernig farið er með þá sem byggðu hér allt upp.

Þór Ludwig Stiefel TORA, 25.6.2009 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband