Búið að undirrita stöðugleikasáttmála.Aldraðir og öryrkjar gleymdust!

Samningar hafa tekist um stöðugleikasáttmála sem er eitt af meginmarkmiðum ríkisstjórnarinnar við endurreisn efnahagslífsins. Forsvarsmenn ríkisstjórnar, sveitarfélaga, atvinnurekenda og verkalýðshreyfingar og stéttarfélaga skrifuðu undir samninginn í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Stöðugleikasáttmálinn tekur til margra þeirra helstu þátta sem mestri óvissu hafa verið háðir síðustu mánuðina og er sáttmálinn ein þeirra meginstoða sem framtíðar uppbygging efnahagslífsins hvílir á. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðhera segir þetta afara mikilvægan áfanga og veigamikla forsendu fyrir endurreisnarstarfinu á næstu misserum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.

„Hér höfum við fengið siglingakort sem aðilar á almenna og opinbera vinnumarkaðnum hafa ásamt ríkisstjórn og sveitarstjórnum sammælst um að hafa að leiðarljósi. Ég fagna þessum sáttmála og þakka öllum sem komið hafa að málum fyrir þrotlausa vinnu og óeigingjarnt starf."

Þá segir að markmið stöðugleikasáttmálans sé að stuðla að endurreisn efnahagslífsins. Í upphafi viðræðna settu samningsaðilar sér markmið um að í lok árs 2010 verði verðbólga ekki yfir 2,5%, halli hins opinbera verði ekki meiri en 10,5% af VLF, að dregið hafi úr gengissveiflum, gengið styrkst og hafi nálgast jafnvægisgengi.

Einnig verði vaxtamunur við evrusvæðið innan við 4%. Þannig hafi skapast skilyrði fyrir auknum fjárfestingum innlendra sem erlendra aðila, auknum hagvexti, nýrri sókn í atvinnumálum og grunnur lagður að bættum lífskjörum til framtíðar.

Samhliða gerð þessa sáttmála hafa aðilar vinnumarkaðarins sameinast um að eyða óvissu á vinnumarkaði með því að ljúka gerð kjarasamninga sem gilda til nóvemberloka árið 2010, þar sem áhersla er lögð á að styrkja stöðu þeirra tekjulægstu.

Samningurinn er birtur í heild sinni á vef stjórnvalda, www.island.is en helstu atriði hans eru þessi:

· Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði framlengdir til loka nóvember 2010. Gengið verður frá samningum á opinbera markaðnum í þessum anda eins fljótt og auðið er.

· Fyrirliggjandi aðgerðaáætlun í ríkisfjármálum til 2013 lögð fram og sameiginlegur skilningur skapaður á markmiðum tímabilsins 2009 - 2011. Hlutdeild skattahækkanna verður ekki meiri en 45% af þeirri upphæð sem þarf til að tryggja jafnvægi í ríkisfjármálunum.

· Mikil áhersla á að tryggja að bætt verði staða lántakenda og skuldsettra heimila. Ríkisstjórn fer yfir og endurskoðar fyrirliggjandi úrræði og gerðar tillögur um viðbætur eftir því sem þörf krefur.

· Framkvæmdir til að stuðla að aukinni atvinnu þar sem lögð er áhersla að greiða götu stórframkvæmda og ráðist í samstarf við lífeyrissjóði um þátttöku í fjármögnun verkefna.

· Tímasettar áætlanir um endurreisn bankanna og eigendastefnu ríkisins, erlendir aðilar muni geta eignast hlut í íslenskum fjármálafyrirtækjum m.a. til að greiða fyrir aðgangi að lánsfé. Endurskipulagning eignarhalds bankanna lokið 1. nóvember 2009.

· Sameiginleg viðmið mótuð um endurreisnar atvinnulífsins og aðkomu opinberra aðila að atvinnustarfsemi og eignarhaldi á fyrirtækjum.

· Tímasettar ráðstafanir í gengismálum þar sem lögð verður fram áætlun fyrir 1. ágúst um afnám hafta . Markmiðið með þessu er að tryggja stöðugleika krónunnar. Leitast verði við að aflétta hömlum á nýrri fjárfestingu fyrir 1. nóvember 2009.

· Vaxtamál þar sem aðilar vinnumarkaðarins lýsa því að vextir verði að lækka og verði komir í eins stafs tölu fyrir 1. nóvember.

· Sameiginlegt átak í málefnum sem snúa að sveitarfélögunum og varða samstarf á sviði efnahagmála og samræmingu upplýsinga og aðgerða í búskap hins opinbera.

· Framtíðarsýn í málefnum lífeyrissjóða verður til skoðunar og stefnt er að því að fresta öllum ákvörðunum um skerðingu réttinda og fjármögnun frestað meðan fyrrnefnd skoðun fer fram.

· Virkt samstarf um eftirlit á vinnustöðum og innleiðingu vinnustaðaskírteina til að tryggja réttindi starfsfólks, vinna gegn svartri atvinnustarfsemi og misnotkun atvinnuleysisbóta.

· Framkvæmd yfirlýsingar ríkisstjórnar frá 17. febrúar 2008 um réttindi launafólks er varða Starfsendurhæfingarsjóð, sjúkra og fræðslusjóði og fullorðinsfræðslu.(visir.is)

Það er mikið ánægjuefni,að búið sé að undirrita stöðugleikasáttmála. Væntanlega verður hann til þess að auðveldara verður að  ná verðbólgunni niður svo og stýrivöxtum. Framlenging kjarasamninga er í höfn og launþegar fá 13500 kr. kauphækkun í tvennu lagi,helming 1.júlí og helming 1.nóv. En aldraðir og öryrkjar gleymdust. Það hefur oft áður,meira að segja þegar íhaldið var í stjórn,verið passað upp á það,að aldraðir og öryrkjar fengju sömu hækkun og launþegar almennt. Nú var ekki aðeins að það gleymdist heldur lækka stjórnvöld laun aldraðra og öryrkja um leið og laun á almennum markaði hækka!

 

Björgvin Guðmundsson




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband