Fimmtudagur, 25. júní 2009
Aldraðir og öryrkjar dragast aftur úr í launaþróuninni
Undanfarin ár hafa laun á almennum vinnumarkaði hækkað meira en lífeyrir aldraðra og öryrkja.En það hefur verið baráttumál Samfylkingarinnar,að lífeyrir aldraðra hækkaði í takt við lágmarkslaun á almennum markaði.
Árið 2007 nam lífeyrir ellilífeyrisþega, einhleypinga, 100,3 % af lágmarkslaunum. En árið 2008 nam þetta hlutfall 96%.Árið 2007 nam lífeyrir ellilífeyrisþega,einstaklinga í hjónabandi, 81,8% en árið 2008 var þetta hlutfall 79,5%.Tölur þessar leiða í ljós,að lágmarkslaun hafa hækkað meira en lífeyrir aldraðra.Hvernig má þetta vera? Var ekki á þessum árum verið að bæta kjör eldri borgara. Jú en það var fyrst og fremst verið að bæta kjör þeirra sem voru á vinnumarkaði með því að draga úr tekjutengingum.En kjör þeirra,sem ekki eru á vinnumarkaði voru lítið bætt fyrr en 1.september 2008 ,þegar lágmarksframfærsluviðmið var ákveðið og þeir lægst launuðu fengu nokkra hækkun ( 25 þús.kr. greiðsla fjármálaráðuneytis var reiknuð með tryggingabótum frá 1.sept 2008) Afnám tengingar vegna tekna maka var einnig mikil kjarabót og mannréttindabót.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.