Fimmtudagur, 25. júní 2009
Kjaraviðræður opinberra starfsmanna að hefjast
Fulltrúar BSRB, BHM og Eflingar hittu í dag fulltrúa samninganefndar ríkisins, launanefndar sveitarfélaga og Reykjavíkurborgar þar sem gengið var frá viðræðuáætlun vegna kjaraviðræðna á opinberum vinnumarkaði.
Menn taka sér nú frí fram yfir helgi en alvara lífsins tekur við á ný á þriðjudagsmorgun, segir Árni Stefán Jónsson.
Viðræðurnar taka mið af stöðugleikasáttmála ríkisstjórnar, sveitarfélaga og aðila vinnumarkaðarins sem undirritaður var fyrr í dag. Forsendur stéttarfélaga á opinberum vinnumarkaði fyrir gerð kjarasamninga eru að ekki verði gripið til lagasetninga eða annarra stjórnvaldsaðgerða sem hafa bein áhrif á innihald kjarasamninga eða kollvarpa með öðrum hætti þeim grunni sem kjarasamningar byggja á. Þetta hindrar þó ekki að sett verði lög sem kalla á breytingar á kjarasamningum enda sé um slíkt samið milli aðila kjarasamnings í framhaldinu.
Formaður BSRB segir kjaraviðræðurnar fyrst og fremst snúast um bætur til handa þeim lægst launuðu, ekki sé við því að búast að kjarabætur náist fram fyrir alla hópa.(mbl.is)
Búast má við að þeir lægst launuðu meðal opinberra starfsmanna fái svipaðar hækkanir og ASÍ náði fram fyrir þá lægst launuðu.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:14 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.