Föstudagur, 26. júní 2009
Ísland 9.í röðinni hvað varðar kaupmátt
Ísland var níunda ríkasta Evrópulandið í fyrra ef miðað er við kaupmátt landsframleiðslu á mann og féll um þrjú sæti miðað við árið á undan.
Þetta kemur fram í nýrri mælingu evrópsku tölfræðistofnunarinnar. Stofnunin mælir kaupmáttarjöfnuð á milli landa. Meðaltal landsframleiðslu á mann með tilliti til verðlags er borið saman. Annars vegar eru sýndar niðurstöður fyrir Evrópusambandsríkin 27, hins vegar fyrir EFTA ríkin Ísland, Noreg og Sviss svo og fyrrverandi lýðveldi Júgóslavíu, Albaníu og Tyrkland. Meðaltal Evrópusambandsríkjanna 27 er 100.
Kaupmátturinn á Íslandi miðað við þennan kvarða var 19% yfir meðaltalinu. Í efsta sæti er að venju Luxemborg sem sker sig úr með kaupmátt 253% yfir meðaltalinu. Þar á eftir koma Noregur, Sviss, Írland, Holland, Austurríki, Svíþjóð, Danmörk og Ísland. Nýustu aðildarríki Evrópusambandsins Rúmenía og Búlgaría eru lang neðst. (ruv.is)
Það kemur nokkuð á óvart,að Ísland sé þetta ofarlega í röðinni varðandi kaupmátt en reikna má með að á yfirstandandi ári hrapi Ísland niður um mörg sæti,þar eð kaupmáttur hefur stöðugt lækkað.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.