Skerðið ekki kjör aldraðra og öryrkja!

Forustumenn ASÍ og Samtaka atvinnulífsins voru skælbrosandi í gær við undirritun stöðugleikasáttmála.Jóhanna brosti líka.Og það var full ástæða til þar eð tekist hafði að ná saman þessum stöðugleikasáttmála,sem mikil vinna lá að baki. Það er ekki síst samkomulag í kjaramálum,sem er mikils virði,þar eð hann tryggir frið á vinnumarkaði út árið 2010. Samkomulagið þýðir að kaup launþega hækkar um 13500 kr. í tveimur áföngum á þessu ári eða um rúm 9%.En það ber einn skugga á:Ríkisstjórnin er að lækka laun aldraðra og öryrkja um leið og kaup launþega almennt hækkar.Ríkisstjórninni er ekki stætt á þessu. Hún getur ekki lækkað laun þeirra lægst launuðu í þjóðfélaginu um leið og kaup launþega almennt er hækkað. En verða ekki allir að bera byrðar vegna kreppunnar? Jú.Um sl. áramót sættu aldraðir og öryrjar 5 milljarða kjaraskerðingu.Þá voru lífeyrisþegar sviptir 10% verðlagsuppbót eða 16 þús. á mánuði..3/4 lífeyrisþega fengu aðeins  9,6% verðlagsuppbót,þegar verðbólgan var 20%.En 1/4 fékk fulla verðlagsuppbót. Lífeyrisþegar eru því þegar búnir að taka á sig byrðar.Ég skora á félags-og tryggingamálaráðherra að falla frá kjaraskerðingu  aldraðra og öryrkja.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband