Rætt um skerðingu lífeyris aldraðra og öryrkja á alþingi

Frumvarp ríkisstjórnarinnar um ráðstafanir í ríkisfjármálum var rætt á alþingi í dag en þar er m.a. að finna tillögur um niðurskurð á lífeyri aldraðra og öryrkja.Helgi Hjörvar gerði grein fyrir áliti nefndar þeirrar,sem haft hafði frumvarpið til meðferðar. Stjórnarandstaðan gagnrýndi skattahækkanir og virtist telja,að niðurskurður ætti að vera meiri.Þó gagnrýndi hún niðurskurð almannatrygginga.Sigríður Ingadóttir, Samfylkingu, sagði að fulltrúar samtaka aldraðra og öryrkja hefðu komið á fund nefndarinnar og  sagt,að þeir  hefðu skilning á nauðsyn niðurskurðar en þeir vildu ekki að eldri borgarar og öryrkjar þyrftu að leggja meira af mörkum en aðrir.

En svo virðist vera  að aldraðir og öryrkjar eigi að leggja meira fram en aðrir. Og það er fyrr gengið að  öldruðum og öryrkjum en öðrum.T.d. verða engir aðrir en aldraðir og öryrkjar að sæta niðurskurði strax 1.júli enda þótt þessi hópar hafi sætt 5 milljarða kjaraskerðingu um sl. áramót. Þetta er ranglæti og þetta er ekki að láta eitt yfir alla ganga.ASÍ  (launþegar) fær kauphækkun,öryrkjar oig aldraðir fá launalækkun.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband