Föstudagur, 26. júní 2009
Ætlunin að hjálpa frekar skuldsettum heimilum
Hugmyndir eru uppi á borðinu varðandi frekari aðgerðir vegna skuldsettra heimila. Of mörg heimili illa sett samkvæmt skýrslu Seðlabanka.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir frá því í viðtali við Fréttastofu Ríkisútvarpsins að ætlað sé að grípa til frekari aðgerða vegna skuldsettra heimila.
Hún sagði að þótt það væri ekki tilgreint nákvæmlega í nýjum stöðugleikasáttmála þá væru allir aðilar sem að honum kæmu staðráðnir í að skoða verst stöddu heimilin.(mbl.is)
Ég fagna því,að ætlunin sé að gera frekari ráðstafanir fyrir skuldsett heimili. Það eru mörg heimili í vandræðum af þeim sökum en hafa þó þraukað og reynt að halda lánum sínum í skilum þó erfitt væri.Það þarf einnig að hjálpa þessum aðilum.
Björgvin Guðmundsson
Til baka
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.