Fellur ríkisstjórnin vegna Ice save?

Örlög ríkisstjórnarinnar ráðast í næstu viku,þegar Ice save málið verður gert upp á þingi.Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn ætla að greiða atkvæði gegn ríkisábyrgð vegna Ice save.Það þýðir að ríkisstjórnin getur aðeins treyst á eigin þingmenn. En nokkrir af þingmönnum VG eru andvígir Ice save.Og ef þeir halda við andstöðu sína þá fellur Ice save samkomulagið.Spurningin er sú hvort ríkisstjórnin fellur þá einnig.Steingrímur J.Sigfússon fjármálaráðherra segist bera ábyrgð á samkomulaginu um Ice save og gefur í skyn,að stjórnin falli ef Ice save fellur.Hvort svo verður veit enginn fyrr en búið er að afgreiða Ice save málið. En það yrði algert vantraust á fjármálaráðherra og forsætisráðherra,ef Ice save samkomulagið verður fellt. Það mundi óhjákvæmilega hafa pólitískar afleiðingar.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það er rétt hjá Ögmundi að ríkisstjórnin var ekki mynduð um Icesave. Steingrímur getur ekki slitið stjórninni á þessu máli.

Sigurður Þórðarson, 27.6.2009 kl. 11:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband