Raddir fólksins mótmæla á Austurvelli í dag

Samtökin Raddir fólksins hafa boðað til útifundar á Austurvelli í dag klukkan þrjú en þetta er 31. fundurinn á Austurvelli undir merkjum samtakanna.

Fundurinn er boðaður til að mótmæla Icesave samkomulaginu og sinnuleysi stjórnvalda í málefnum heimila og fyrirtækja - eins og segir í tilkynningu frá samtökunum. Þá verður þess krafist að réttað verði tafarlaust yfir hvítflibbaglæpamönnum.

Fjórir taka til máls á fundinum þar á meðal Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur og Guðmundur Magnússon, varaformaður Öryrkjabandalagsins.

Fundarstjóri verður Hörður Torfason.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband