Laugardagur, 27. júní 2009
Eldri borgarar í Samfylkingunni mótmæla skerðingu lífeyris
Stjórn 60+,samtaka eldri borgara í Samfylkingunni mótmælir skerðingu á lífeyrir aldraðra og öryrkja,sem á að koma til framkvæmda 1.júlí n.k. Eldri boirgarar í Samfylkingunni benda á,að það sé verið að hækka laun á almennum vinnumarkaði.Samfylkingin hafi alltaf talið að laun eldri borgara og öryrkja ættu að fylgja launaþróun á almennum markaði og Samfylkingin gagnrýndi íhald og Framsókn harðlega þegar svo var ekki gert á valdatímabili þessara flokka.Það skýtur því skökku við,að nú skuli Samfylkingin skerða laun eldri borgara og öryrkja um leið og kaup launþega hækkar.Krafan er þessi: Ríkisstjórnin falli frá þessari kjaraskerðingu.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.