Laugardagur, 27. júní 2009
Efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar uppfyllir kröfur IMF
Steingrímur J Sigfússon fjármálaráðherra segir efnahagsáætlunin uppfylli kröfur alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Þetta er unnið í samræmi við hans hugmyndir um hvernig þetta sé sett fram og ég treysti því að hann telji þetta fullnægjandi," sagði Steingrímur J. Sigfússon.
Enn á þó eftir að lenda Icesave málinu á Alþingi, það er, að staðfesta ríkisábyrgðina á skuldbindingum ríkissjóðs samkvæmt samningi við Hollendinga og Breta sem nú liggur fyrir. Steingrímur telur að þingmeirihluti sé fyrir málinu þótt skiptar skoðanir séu innan þingflokks VG. Jón Daníelsson hagfræðingur sagði í fréttum í gær að Alþingi ætti að fella málið því góðar líkur séu á því að betri samningur fengist nú en áður því aðstæður væru að þróast til betri vegar í Evrópu og fjármálastöðugleiki þar ekki lengur í hættu né innstæðutryggingakerfið.
Ég er svo fullkomlega ósammála því," sagði Steingrímur. Ég held að Jón Daníelsson hljóti að vera að tala um einhverja aðra Evrópu."
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.