Ríkisstjórni brýtur lög um málefni aldraðra.Aldraðir njóta ekki jafnréttis

Í lögum um málefni aldraðra segir svo m.a.:
Við framkvæmd laganna skal þess gætt að aldraðir njóti jafnréttis á við aðra þjóðfélagsþegna og að sjálfsákvörðunarréttur þeirra sé virtur.Í stjórnarskránni eru einnig ákvæði um að ekki megi mismuna þegnunum.,
Í frumvarpi ríkisstjórnarinnar  um ríkisfjármál er farin sú leið að mismuna þegnunum.Lagt er til,að laun (lífeyrir) aldraðra verði  lækkuð þó vitað sé að á sama tíma sé verið að hækka laun á almennum vinnumarkaði.
Ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar lýstu því margoft yfir,að lífeyrir aldraðra ætti að hækka í takt við hækkun lágmarkslauna á almennum markaði.Hið sama hefur Samfylkingin  gert. Hún hefur margoft lýst því yfir,að lífeyrir aldraðra eigi að hækka sambærilega og laun á almennum vinnumarkaði og hún hefur viljað leiðrétta það,sem á vantaði í þessu efni á undanfarandi árum.Þrátt fyrir allt þetta er nú verið að lækka laun lífeyrisþega um leið og laun launþega almennt eru að hækka.Þetta er mismunun.Það er verið að mismuna þegnunum og það er brot ´á lögunum um málefni aldraðra og það er brot ´´a stjórnarskránni um að þegnar landsins skuli njóta jafnréttis.
Björgvin Guðmundsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband