Laugardagur, 27. júní 2009
Birgitta gagnrýnir skerðingu á kjörum aldraðra og öryrkja
Birgitta Jónsdóttir,þingmaður,skrifar m.a. eftirfarandi á heimasíðu sína:( úr ræðu á alþingi)
Hvar er ríkisstjórnin væri ekki eðlilegt að hún væri hér að verja þennan skelfilega gjörning sem bandormurinn hennar er?
Hvar er vonin sem þjóðin þarf svo sárlega á að halda? Hana er ekki að finna í áherslum ríkisstjórnarinnar, því nú hefur hin svokallað skjaldborg umbreyst í gjaldborg.
Ég hef gefið mér tíma til að tala við þá hugrökku öryrkja sem hafa staðið vaktina fyrir utan þinghúsið. Mér finnst ljótt að bæta á áhyggjur fólks sem nú þegar berst í bökkum ofan á það að búa við heilsubrest. Mér finnst það algerlega óafsakanlegt. Þetta ágæta fólk býr við næga óvissu til að bæta þessu ekki ofan á.
Því er Hæstvirtur forsætisráðherra Jóhanna Sigurðardóttir ekki hér til að verja lagasetningu sem hrifsar það sem hún barðist fyrir með kjafti og klóm til handa öryrkjum og ellilífeyrisþegum? Getur það verið rétt, að hæstvirtur forsætisráðherra stjórni ekki landinu heldur séu öll okkar ríkisfjármál og jafnvel pólitískar áherslur runninn undan rifjum Alþjóðagjaldeyrissjóðnum? Sagt var hér fyrr í dag að það væri þekkt aðferð hjá AGS að láta hýsilinn sinn skera niður í þá hópa sem síst mega við því það er gert til að öðlast trúverðugleika í alþjóðasamfélaginu um að þetta sé allt gert af mikilli alvöru og engum verði eirt til að tryggja stöðugleika. Er þetta eitthvað sem við viljum taka þátt í? Er þetta eitthvað sem hægt er að verja?
Ég er ekki sammála öllu ,sem Birgitta skrifar en ég get tekið undir margt. Ég skil ekki hvers vegna þarf að skera niður laun aldraðra og öryrkja.Það er nóg annað unnt að skera niður og því hafði verið lofað að þeim lægst launuðu yrði hlíft svo og velferðarkerfinu. .Við það átti að standa.
Björgvin Guðmundsson
![]() | |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.