Aldraðir og öryrkjar eru hlunnfarnir

Í kjarasamningunum,sem gerðir voru í febrúar 2008, var samið um eftirfarandi kauphækkanir: til handa þeim lægst launuðu. 18000 kr. hækkun strax við undirritun.13500 kr. hækkun  2009. 6500 kr. hækkun 2010.Auk þess skyldu laun almennt  hækka um 2,5% 1.janúar 2010.Alls var hér um 38000 kr. hækkun að ræða  á mánuði hjá þeim lægst launuðu eða 32% hækkun.Kauphækkunin við undiritun var 16% hækkun.Aldraðir fengu aðeins 7,4% hækkun,þegar launþegar fengu  16% hækkun.Það var ekki fyrr en 1.september 2008,sem lægst launuðu lífeyrisþegar fengu leiðréttingu til samræmis við launþega almennt. En þeir lægst launuðu meðal eldri borgara, sem aðeins eru með tekjur frá TR eru aðeins um 2000 talsins.Hinir fengu enga leiðréttingu.Alls eru ellilífeyrisþegar um 30 þús. talsins.  
Núverandi ríkisstjórn bætir um betur miðað við fyrri ríkisstjórnir varðandi kjör aldraðra og öryrkja.Hún lætur sér ekki nægja að hafa af lífeyrisþegum eðlilegar hækkanir á lífeyri til samræmis við hækkun lágmarkslauna  heldur gengur hún skrefi lengra og lækkar laun aldraðra og öryrkja! Þegar rætt var um launalækkun ríkisstarfsmanna sagði fjármálaráðherra,að ekki yrði hreyft við taxtalaunum.Þau yrðu ekki lækkuð. Lífeyrir aldraðra og örykja er nokkurs konar taxtalaun.Það ´á því ekki fremur að hreyfa við þeim til lækkunar en taxtalaunum opinberra starfsmanna.
Björgvin Guðmundsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég er algjörlega sammála þér í þessari grein og skil vel gremju öryrkja og eldri borgara, enda á ég aldraða móður sem verður fyrir skerðingu líkt og þú og fleiri.

Sjálfur hef ég tekið á mig launaskerðingu nú þegar og á von á meiri skerðingu á næsta ári. Móðir mín er áhyggjufull vegna lækkunar lífeyris, en sagðist þó hafa meiri áhyggjur af okkur drengjunum sínum, því við þurfum að standa við ýmsar skuldbindingar og reka misstór heimili.

Ég hef til þessa sagt að þegar við horfum upp á 30% hrun (hættur að nota tekjufall) á tekjum ríkissjóðs eru "góð ráð dýr"! Við slíku er aðeins hægt að bregðast á tvennan hátt: minnka útgjöld og auka tekjur. Í augnablikinu eru verið að gera hvoru tveggja: skera niður og hækka skatta.

Í stöðugleikasáttmála þeim, sem nýverið var undirritaður, fer mikið pláss í niðurskurð og hvernig hækka skuli skatta, en minna fer fyrir því sem allir ættu þó að vera að huga að, þ.e.a.s. hvernig við aukum tekjur fyrirtækja og heimila. Höfuðmálið til að leysa málin er ekki að hækka skattana og skera niður, heldur að koma atvinnulífinu af stað aftur og styrkja stoðirnar undir nýja atvinnustarfsemi. Nú er 10 mánuðurinn frá hruninu að byrja og hreint út sagt ótrúlegt að við skulum ekki vera komin lengra á brautinni en að vera búin með eitt almennt orðað plagg, sem í raun segir okkur ekki neitt.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 28.6.2009 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband