Dragið kjaraskerðingu aldraðra til baka!

Nú eru 3 dagar þar til kjaraskerðing eldri borgara og öryrkja á að taka gildi samkvæmt frv. ríkisstjórnarinnar um ráðstafanir í ríkisfjármálum.Ríkisstjórnin verður því að draga þessa kjaraskerpðingu til baka  strax í dag eða  í fyrramálið. Ég skora á Árna Páll Árnason félags-og tryggingamálaráðherra að draga þessa kjaraskerðingu strax til baka.Hann hefur nægar ástæður til þess,t.d. þá staðreynd,að samið hefur verið um kauphækkun launþega innan ASÍ síðan frv. ríkisstjórnarinnar var lagt fram.Það eru breyttar forsendur.Það er ekki unnt að láta launalækkun aldraðra og öryrkja standa eftir að samið hefur verið um kauphækkun launþega innan ASÍ.Það er gróf mismunun, ef svo verður gert og brýtur í bága við lög um málefni aldraðra,sem segja,að aldraðir eigi að njóta jafnréttis.

Það er prófsteinn á ríkisstjórnina hvernig málefnum aldraðra og öryrkja reiðir af.Ríkisstjórnin komst til valda á þeim forsendum að hún væri félagshyggjustjórn og ætlaði að koma hér á norrænu velferðarsamfélagi.Ef hún ræðst gegn kjörum aldraðra og öryrkja og sker þau niður getur hún ekki kallast félagshyggjustjórn.

 

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband