NATO og Rússar í samstarf á ný

Atlantshafsbandalagið og Rússland hafa komið sé saman um að taka upp hernaðarsamstarf að nýju.

Rússar tilkynntu í ágúst í fyrra að þeir væru hættir hernaðarsamstarfi við NATO vegna fimm daga stríðs Rússa og Georgíu. Samkomulagið náðist á fundi utanríkisráðherra NATO-ríkjanna og Rússlands á grísku eynni Korfú í gær. Jaap de Hoop Scheffer, aðalritari NATO, sagði að hann hefði lengi stefnt að því að samstarfið kæmist á aftur áður en hann lætur af embætti í næsta mánuði. Scheffer sagði að ágreiningurinn vegna Georgíu væri enn óleystur en Rússar og NATO gætu starfað saman á öðrum sviðum svo sem hvað snertir Afganistan, fíkniefnasmygl og sjórán við Sómalíu.(ruv.is)

Það er jákvætt,að samkomulag skuli hafa náðst milli NATO og Rússa. Í rauninni er enginn ágreiningur milli þessara aðila.

Björgvin Guðmundsson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

frettir@ruv.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband