Það taka engir á sig launalækkun 1.júlí nema aldraðir og öryrkjar!

Árni Páll Árnason, félags-og tryggingamálaráðherra, var gestur Sigurjóns Egilssonar í þættinum Á Sprengisandi í morgun. Rætt var m.a. um skerðingu lífeyris aldraðra og öryrkja.Árni Páll sagði,að skera þyrfti niður 170 milljarða á fjárlögum á 3 árum og allir yrðu að leggja eitthvað að mörkum í þeim niðurskurði.Hann kvaðst hafa lagt áherslu á það að hlífa þeim  læst launuðu,þegar tillögurnar voru samdar.Ekkert væri hreyft við lífeyri þeirra,sem hefðu engar tekjur aðarar en lífeyri almannatrygginga. Niðurskurðunni lenti fyrst og fremst á þeim sem hefðu atvinnutekjur og lífeyrissjóðstekjur.Hann kvaðst hafa haft samráð við samtök aldraðra og öryrkja og fengið frá þeim góðar ábendingar um það hvað mætti ekki gera.Hugmyndir voru uppi um að taka upp tengingu við tekjur maka á ný en frá því var horfið vegna andstöðu samtakanna. Einnig var horfið frá að fella niður heimilisuppbót.

Ekkert var rætt í útvarpsþættinum um það hvers vegna aldraðir og öryrkjar verða að ganga í vatnið á undan öðrum.Ekki var heldur rætt um það hvers vegna laun lífeyrisþega væru lækkuð  þegar laun á almennum vinnumarkaði væru hækkuð. Það taka engir á sig launalækkun í þjóðféklaginu 1,júlí nema aldraðir og öryrkjar!Þeir hafa breiðu bökin að áliti ríkisstjórnarinnar!

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband