Áskorun á Árna Pál ráðherra

 Ég hefi í dag sent Árna Páli, ráðherra, svofelldan tölvupóst.:
:
Sæll Árni Páll!
Ég skora á þig að draga til baka tillögurnar um lækkun lífeyris aldraðra og öryrkja vegna breyttra aðstæðna.Hinar breyttu aðstæður eru þær,að samþykkt hefur verið að hækka laun verkafólks á almennum markaði 1.júlí og aftur 1.nóv. Það er ekki unnt að lækka lífeyri aldraðra og öryrkja um leið  og kaup launþega er hækkað.Það er engin skömm að því að leiðrétta, þegar forsendur breytast.
Samtök aldraðra og öryrkja hafa óskað eftir að tillögurnar verði dregnar til baka.60 + hefur mótmælt þeim.Það eru nýir tíma og þeir fela það í sér,að nú eiga stjórnvöld að taka tillit til vilja fólksins. Gamli tíminn er liðinn.
Með kveðju
Björgvin Guðmundsson
í stjórn 60+
í stjórn  og kjaranefnd Félags eldri borgara
í kjarmálanefnd Landssambands eldri borgara.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband