Sunnudagur, 28. júní 2009
IMF segir,að Ice save samningurinn setji þjóðarbúið ekki á hliðina
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur ekki haft aðkomu að gerð Icesave-samningsins en Bretar hafa hinsvegar verið sakaðir um að hafa beitt sér á bak við tjöldin innan sjóðsins til að fá hagstæðari lausn. Óvíst er hvernig atkvæðagreiðsla á Alþingi um ríkisábyrgð um vegna Icesave skuldanna fer.
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa sagt að Ísland einangrist í því tilliti að lánafyrirgreiðsla frá nágrannaþjóðum berist ekki auk þess sem samstarfsáætlunin með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum raskist. Rozwadowski segir að frágangur samningsins um Icesave skuldbindingarnar sé ekki skilyrði fyrir því að hægt sé að ljúka fyrstu endurskoðun áætlunarinnar.
Hann segist ekki vita hvaða áhrif það hafi á samstarfið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn samþykki alþingi ekki samninginn enda sé óvíst hvernig nágrannaþjóðir sem hyggist lána Íslandi muni bregðast við. Hann getur ekki tilgreint hvort samningurinn sé góður eða slæmur. Vissulega sé 7 ára biðtíminn þar til greitt verður af láninu hagstæður en óvissa sé um heimtur af eignum Landsbankans.(visir.is)
Það er gott að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) hefur ekki haft aðkomu að Ice save samningnum.Margir hér á landi telja,að svo hafi verið og eru þungir út í IMF af þeim sökum.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.