Ríkisstjórn,sem skerðir kjör aldraðra og öryrkja, er ekki félagshyggjustjórn

Það hefur mikið verið  talað um það hvað það sé hagsætt fyrir fólkið í landinu og sérstaklega fyrir láglaunafólk,aldraða og öryrkja að fá félagshyggjustjórn til valda í landinu.En hvað er félagshyggjustjórn? Fyrir hvað standa félagshyggjuflokkar?  Þeir standa fyrir það að leysa málin á félagslegum grundvelli.Þeir standa fyrir samfélagslegan rekstur í stað óheftst einkareksturs og þeir standa fyrir það að styðja og efla velferðarkerfið,einkum almannatryggingar.Þeir vilja réttlátt skattakerfi,sem dreifir byrðunum á þjóðfélagsþegnana réttlátlega.Alþýðuflokkurinn og síðan Samfylkingin hafa viljað standa vörð um almannatryggingar.VG hafa verið samstíga Samfylkingunni í því efni. En nú bregður svo við, að þessir flokkar,sem taldir hafa verið félagshyggjuflokkar ráðast gegn almannatryggingunum,velferðarkerfinu og ætla að skera niður lífeyri aldraðra og öryrkja strax  á  miðvikudag. Jafnframt tilkynna þessir flokkar að þeir vilji einkavæða bankana á ný.Hver er þá munurinn á þessum flokkum og borgaralegum hægri flokkum? Einkavæðing bankanna átti stærsta þáttinn í bankahruninu. En það er eins og menn hafi ekkert lært. Samfylking og VG lýstu því yfir fyrir kosningar og við myndun ríkisstjórnar að þeir ætluðu að standa vörð um velferðarkerfið og þeir bættu meira að segja um betur og sögðu,að þeir ætluðu að koma hér á norrænu velferðarsamfélagi.Voru þetta aðeins orðin tóm.Árásin á almannatryggingarnar,á velferðarkerfið leiðir í ljós,að það var ekkert að marka yfirlýsingar þessara flokka í þessu efni.Ef niðurskurður lífeyris aldraðra og öryrkja nær fram að ganga geta þessi flokkar,Samfylking og VG ekki kallast félagshyggjuflokkar. Þeir eru þá engu betri en íhaldið og framsókn.Það fylgir .því ábyrgð að vera félagshyggjumaður. Ef stefnumálin gleymast um leið og sest er í ráðherrastól hafa þeir ráðherrar,sem það gera, ekki risið undir þeirri  ábyrgð að kallast félagshyggjumenn.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband