Ríkisstjórnin mismunar.Segist ekki skerða laun undir 400 þús. en gerir það hjá öldruðum og öryrkjum

Í umsögn Öryrkjabandalags Íslands um skerðingu bóta aldraðra og öryrkja segir svo m.a.:

Væntannlegar skerðingar á bótum valda miklum vonbrigðum sérstaklega þegar haft er í huga að ríkisstjórnin hefur lýst því yfir að hún muni verja kjör þeirra sem verst eru settir og tekið hefur verið sérstaklega fram að ekki skuli skerða heildarlaun sem eru lægri en 400.000 kr. á mánuði.
Auk þess hefur stjórnin sagt,að hún muni ekki hreyfa taxtalaun.
Ríkisstjórnin stendur ekki við það stefnumark sitt að skerða ekki heildarlaun undir 400 þús á mánuði þegar kemur að skerðingu hjá öldruðum og öryrkjum.Þar eru flestir,sem sæta skerðingu með laun langt ungt undir þessu marki.Það er alltaf verið að mismuna.Er ekki kominn tími til þess,að þegnar
landsins njóti jafnréttis.
Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband